
Gengið á Keilir
Nemendur í valhópnum Líkamsrækt og hreyfing fór á Keili laugardaginn 17. apríl. Veður var bjart og gott en örlítið kalt sem spillti þó ekki fyrir þegar hópurinn var kominn á góðan gönguhraða. Á toppi Keilis mátti greina gosmökkinn úr Eyjafjallajökli ef vel var að gáð. Eftir að hafa fengið okkur nesti og skrifað í dagbók hélt hópurinn niður, en þó aðra leið en hann hafði farið upp. Fleiri myndir á myndavef.