
Fyrirlestur á vegum Foreldrafélags Leikskólans Suðurvalla
Verndum börnin okkar!
Foreldrafélag leikskólans Suðurvalla býður öllum bæjarbúum
á fyrirlestur um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
mánudaginn 23. mars n.k. kl. 20.30 í Tjarnarsal
Stóru-Vogaskóla
Fyrirlesturinn er ætlaður öllum þeim sem vinna með börnum og unglingum,
foreldrum og öðrum þeim sem bera ábyrgð á börnum.
Það er fyrirlesari frá Blátt Áfram, samtökum gegn kynferðislegu
ofbeldi á börnum sem mun flytja fyrirlesturinn og svara spurningum á borð við:
Hvernig er hægt að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum?
Hver eru merkin?
Hvar á að leita hjálpar?
Af hverju börnin segja ekki frá?
Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin?
Allir velkomnir
Stjórn foreldrafélags