
Frábært foreldraframtak í Vogunum
Í gær, fimmtudag kom Atli Þór Gunnarsson sjómaður og sýndi krökkunum í Stóru-Vogaskóla fjölbreytt úrval fisktegunda. En Atli Þór hafði samband við skólann fyrr í vikunni og spurði hvort að hann mætti koma og sýna krökkkunum fiskana.
Eins og sjá má á myndunum voru krakkarnir áhugasamir og ekki skemmdi fyrir að mötuneytið bar fram fisk í hádeginu þann daginn eins og alla fimmtudaga.
Viljum við þakka honum kærlega fyrir þetta frábæra framtak