
eTwinning gæðamerkið

Verkefnið "Europeans by the Sea" hlaut eTwinning National Quality Label gæðamerkið en Stóru-Vogaskóli vann verkefnið í samstarfi við skóla í Pornic í Frakklandi og Battipaglia á Ítalíu.
Gæðamerkið var afhent á Verðlaunahátíð á vegum Rannís þriðjudaginn 14. nóvember 2023.
Á verðlaunahátíðinni voru afhent auk eTwinning gæðamerkja, Evrópumerkið fyrir tungumálanám og kennslu og Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu.
Það er mikill heiður fyrir Stóru-Vogaskóla að fá gæðamerkið sem hvetur til áframhaldandi samstarfs á vegum Erasmus+
Marc Portal og Hannes Birgir Hjálmarsson tóku við viðurkenningunni og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.