
Ersamus +

Nú í vikunni fóru frá okkur nemendur frá Frakklandi og Ítalíu sem dvalist hafa hjá okkur í viku. Ásamt kennurum sínum komu 11 nemendur frá bænum Pornic í Frakklandi og 7 nemendur frá bænum Battipaglia á Ítalíu. Hver nemandi var paraður við nemanda í 10. bekk Stóru-Vogaskóla og gisti heima hjá honum. Heimsókn erlendu gestanna og fylgdarliðs er hluti af Erasmus-verkefni sem skólinn tekur þátt í með skólum frá bæjunum í Frakklandi og Ítalíu. Í byrjun júní, þ.e. eftir skólaslit munu 10. bekkingar fara til Frakklands og Ítalíu í viku og dvelja hjá fjölskyldum erlendu gestanna í sambærilegri heimsókn.
Dagskrá 10. bekkinga og erlendu gestanna var fjölbreytt og skemmtileg. Ýmis verkefni voru unnin í skólanum. Einn dagur fór í ferð um Reykjanesið og annar dagur í ferð um Suðurlandið þar sem komið var við á Gullfoss, Geysi, Þingvöllum og Friðheimum svo eitthvað sé nefnt. Sjá myndir úr heimsókninni.