
Comeniusarfundur í Tékklandi
Miðvikudaginn 12. nóvember fara þrír kennarar úr Stóru-Vogaskóla til Prag til að funda vegna Comeniusarverkefni skólans. Það eru Inga Sigrún Atladóttir, Marc Portal og Helgi Hólm. Þetta er næst síðasti sameiginlegi fundurinn í verkefninu en því lýkur í vor. Lesendur síðunnar eru hvattir til að kynna sér verkefnið sem ber nafnið The World around us.