
Bókaverðlaun barnanna 2012
Fyrr í vetur völdu 6-12 ára krakkar víðsvegar af landinu bestu barnabækurnar sem komu út á síðasta ári og tóku krakkar í Stóru-Vogaskóla þátt í þessu vali. Bókaverðlaun barnanna 2012 hlutu bækurnar Skemmtibók Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson og Dagbók Kidda klaufa: ekki í herinn eftir Jeff Kinney. Þrír krakkar sem tóku þátt í valinu í Stóru-Vogaskóla voru verðlaunaðir fyrir þátttöku sína með bókagjöfum. Það voru þau Sigurbjörg Erla í 4. bekk og Aron Júlían og Óskar Nattapul, báðir í 1. bekk, sem hlutu verðlaunin. Þau sjást hér með bækurnar sem þau fengu að gjöf, ásamt Má bókaverði.
