
Árshátíð Stóru-Vogaskóla
Árshátíð skólans verður haldin í Tjarnarsal n.k. fimmtudag 2. apríl. Mikill undirbúningur hefur farið fram í öllum bekkjum og er engin vafi á því að mjög skemmtileg dagskrá verður á boðstólum. Mikil fjölbreyti verður í skemmtiatriðum og svo munu nemendur unglingadeildar sjá um að baka gómsætar kökur sem seldar verða í hléum. Á dagskránni verður að finna fjölbreyttan söng, dans, leikrit, söngleik og ný stuttmynd sem 10. bekkingar hafa verið að taka upp að undanförnu verður sýnd á seinni sýningunni.
Árshátíðin verður í tvennu lagi. Kl. 17:00 mæta 1. - 5. bekkur og flytja sín atriði og kl. 19:30 6. - 10. bekkur. Á báðum sýningum verða hlé þar sem nemendur selja veitingar en eins og ávallt áður rennur allur ágóði af árshátíðinni í ferðasjóð unglingadeildarinnar. Miðaverð fyrir fullorðna er kr. 1.000. og gildir miðinn á báðar sýningar því margir foreldrar eiga börn í báðum aldursflokkum. Veitingar eru innifaldar í miðaverðinu. Nemendur og yngri börn greiða kr. 300 fyrir veitingarnar.
Skólinn hvetur alla foreldra og forráðamenn til að koma á árshátíðina því óhætt er að fullyrða að allir ættu að geta skemmt sér ágætlega.