
Árshátíð 2017 / Páskafrí
Sælir forráðamenn.
Nú líður að árshátíð 2017 og páskafríi nemenda.
Skipulagið verður í stórum dráttum þannig: Miðvikudagur 5.apríl: Kl. 08:00 Mæting 1.-10.bekkur hjá umsjónarkennara, nemendur í skóla skv. stundaskrá Farið yfir atriði skv.þörfum. Kl. 09:35 Lokaæfing(generalprufa) hjá 1.- 6.bekk, aðrir bekkir horfa á Frístund er opin til kl. 16 Mæting aftur hjá 1.– 6.bekk í heimastofur sínar skv. samkomulagi við kennara. Kl.17-19 ÁRSHÁTÍÐ-SÝNING í Tjarnarsal hjá 1. – 6.bekk Börn yngri en 6 ára sem koma með á árshátíðina eru á ábyrgð foreldra. 1.,2.,3. KAFFIHLÉ 4.,5.,6. b. sýningar Kl. 19:15-20:15 Ball fyrir 1.-6.bekk - sjoppa á staðnum Fimmtudagur 6.apríl Kl. 08:00 Mæting nemenda í 1.-10.bekk hjá umsjónarkennara Farið yfir atriðin, skv.þörfum. Kl. 09:35 Lokaæfing (generalprufa) í salnum hjá 7.-10.bekk, aðrir horfa á. Kl. 12:00 Matur - nemendur fara heim eftir matinn. Frístundarnemendur fara í Frístund Kl. 18-20 ÁRSHÁTÍÐ-SÝNING í Tjarnarsal hjá 7. – 10.bekk 7., 8., 9.b sýning – KAFFIHLÉ – 10.b. leikrit, krýning Börn í 1.-6.bekk og yngri sem koma á sýninguna eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Kl. 21:00-23:30 ball fyrir 7.-10.bekk Miðaverð á ballið er kr.1000 - sjoppa á staðnum Nokkur praktísk atriði: Miðaverð fyrir gesti á árshátíðar sýningarnar er kr. 500. Miðinn gildir á sýningar báða dagana. (Veitingar eru ekki innifaldar) Veitingamiðar eru seldir við inngang á 500 kr Nemendur og börn yngri en 6 ára borga ekkert á sýningarnar. Hægt verður að greiða með greiðslukortum við innganginn. · Allur ágóði af miða og veitingasölu rennur í ferðasjóð 10.bekkjar Föstudagur 7.apríl Páskafrí hefst J Þriðjudagur 18.apríl Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
Gleðilega páska