
7. bekkur með fjölbreytta dagskrá á sal
Í dag kom það í hlut nemenda í 7. bekk að sjá um dagsrá á sal. Það vafðist ekki fyrir þeim og voru atriðin fjölbreytt og skemmtileg. Elsa las sögu um Grýlu, flutt var mjög frumlegt dansatriði og þar næst sýndi bekkurinn atriði sem nemendurnir sýndu í First Legó keppninni á Ábrú í síðasta mánuði. Hrafnkell lauk síðan dagskránni með því að leika nokkur lög á flygil skólans. Sjá má myndir frá dagskránni á myndavef skólans.