
7. bekkur á Reykjum
Hin árlega Reykjaferð 7.bekkkjar var farin á haustdögum og heppnaðist hún sérlega vel. Nemendurnir voru til fyrirmyndar og skemmtu sér vel í Hrútarfirðinu. Margt var gert til fróðleiks á Reykjum og var t.d farið í náttúrufræðitíma og umhverfið á Reykjum skoðað, íþróttir, sund, farið á Byggðasafnið á Reykjum, fjármálakennsla og margt fl. Einnig voru kvöldvökur á hverju kvöldi og er óhætt að segja að nemendur Stóru-Vogaskóla slógu þar í gegn, hvort sem það var í söng, að stjórna leikjum eða bara að taka þátt. Árleg hárgreiðslukeppni drengja var haldin og komust þrír drengir frá skólanum í úrslit. það er óhætt að segja að það var mikið brallað og mörg vinasambönd mynduðuðst en á sama tíma og Stóru-Vogaskóli var þarna voru einnig nemendur frá Grunnsk. Vestmannaeyja og Klébersskóla. Sem sagt frábær ferð sem mun seint gleymast. Í myndasafni má sjá myndir úr ferðinni.