
1.bekkur í heimsókn á leikskólann og fleira
Leikskólinn bauð 1. bekkingum í heimsókn í vikunni, en heimsóknin er liður í samstarfi leikskóla og grunnskóla til að brúa bilið milli skólastiga. Veðrið lék við okkur, grillaðar voru pylsur og litið uppúr bókunum.
Undanfarið hafa fyrstu bekkingar verið að taka fyrstu skrefin í forritun með aðstoð vélmennisins DOC og hafa haft mjög gaman af.