
1. bekkur plokkar
1. bekkur er búinn að vera að læra um umhverfisvernd í náttúru- og samfélagsfræði og skellti sér út að plokka í kringum skólann. Þessir duglegu krakkar fylltu þrjá poka af rusli og lögðu þannig sitt af mörkum til að gera umhverfið okkar betra.