Fréttir
Kveikt á jólatrénu
Það var sönn hátíðarstund í Aragerði í morgun þegar kveikt var á fallega jólatrénu okkar. Nemendur í 1.-4. bekk fylgdust spennt með þegar kveikt var á því. Sjálfur jólasveinninn mætti óvænt á svæðið og vakti mikla lukku....
Lesa meiraFernuflug mjólkursamsölunnar
Textasamkeppnin Fernuflug Mjólkursamsölunnar hóf sig til flugs nú í byrjun skólaárs þar sem grunnskólanemendum í 8.-10. bekk um land allt var boðið að taka þátt og senda inn texta undir yfirskriftinni „Hvað er að vera ég?“. Um 1.200 textar bárust í keppnina. Einungis 48 textar munu vera valdir og birtir á mjólkurfernum. Við tilkynnum stolt á degi í...
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Stóru-Vogaskóla í tilefni af fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) þann 16. nóvember. Nemendur og starfsfólk kom saman í Tjarnarsal þar sem skólastjórinn ávarpaði viðstadda. Fór hann yfir mikilvægi íslenskunnar og læsi almennt. Að sjálfsögðu var farið yfir æviágrip Jónasar í stuttu máli og n...
Lesa meiraAðalfundur foreldrafélagsins
Stjórn foreldrafélags Stóru-Vogaskóla boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 11. nóvember, næstkomandi kl. 19:30 í Stóru-Vogaskóla. Gengið inn um inngang miðstigs.Dagskrá:1. Hefðbundin aðalfundarstörf2. Önnur málHlökkum til að sjá ykkur....
Lesa meiraGæðaviðurkenning eTwinning
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að skólinn okkar hefur hlotið gæðaviðurkenningu eTwinning (National Quality Label). Rannís og Landsskrifstofa Erasmus+ standa að Evrópsku nýsköpunarverðlaununum í kennslu og eTwinning gæðaviðurkenningum fyrir framúrskarandi verkefni. Viðurkenningar eTwinning eru veittar fyrir vel unnin verkefni sem sýna fram á ...
Lesa meira3. sætið í VÆB keppni Skólamatar
Í síðustu viku tók skólinn okkar þátt í VÆB keppni sem Skólamatur stóð fyrir og lentu við í 3. sæti. En VÆB bræður settu saman matseðil fyrir þá vikuna. Nemendur og starfsfólk klæddust VÆB klæðnaði og skreyttu matsalinn í VÆB stíl þar sem myndaðist skemmtileg stemmning....
Lesa meiraUNESCO
Frá því að við gengum í UNESCO tengslanetið (ASPnet) árið 2025, höfum við innleitt UNESCO gildin í daglegt starf skólans. Áhersla okkar hefur verið á heimamenningu, umhverfisvitund og alþjóðlegt samstarf. Í 3. bekk taka nemendur þátt í vikulegum UNESCO tímum þar sem fjallað er um jafnrétti, baráttu gegn fordómum, menningarvitund og umhverfisábyrgð....
Lesa meira


















