12. október 2020

Foreldraviðtöl

Vikuna 12-15. október nk. verða foreldraviðtöl í Stóru-Vogaskóla.


Foreldraviðtölin verða með breyttu sniði í ár vegna COVID-19. Í ljósi aðstæðna er ekki ráðlegt að fá stóran hóp foreldra/forsjáraðila inn í skólabygginguna.
Samtölin fara því fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað.
Skólinn mun leitast við að nota ýmsar leiðir þar sem markmið með foreldraviðtölum er m.a. að foreldrar, nemandi og kennari ræði saman um náms- og félagslega stöðu nemandans og að tekin sé sameiginleg ákvörðun um næstu markmið hans. Því eiga nemendur að vera með foreldrum sínum í gegnum fjarfundabúnað þar sem því er komið við.
Umsjónakennarar sjá um tímabókanir í samráði við foreldra/forráðamenn.
Ef þörf er á að hafa teymisfund vegna ákveðna nemenda þá er hægt að hafa hann í skólanum og gæta vel að öllum sóttvörnum.

Túlkaviðtölin fara fram í skólanum eins og áður.
Gætum vel að sóttvörnum og sprittum snertifleti eftir fundina.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School