19. ágúst 2020

Skólasetning

SKÓLASETNING Í STÓRU-VOGASKÓLA 2020

Skólasetning í Stóru-Vogaskóla er mánudaginn 24. ágúst næstkomandi.

Vegna ástandsins í samfélaginu verður þátttaka foreldra/forráðamanna á skólasetningu því miður takmörkuð þetta haustið. Því er aðeins foreldrum nemenda í 1. bekk og foreldrum nýrra nemenda við skólann heimilt að mæta með börnum sínum á skólasetningu. Aðrir geta því miður ekki mætt á skólasetningu þetta haustið.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir að virða þessar reglur.

Nemendur mæta til skólasetningar í Tjarnarsal sem hér segir:

Klukkan 10:00                        nemendur í 1. bekk með foreldrum.

Klukkan 11:00                        nemendur í 2.-6. bekk án foreldra. Streymt á facebook síðu skólans

Klukkan 12:00                        nemendur í 7.-10. bekk án foreldra. Streymt á facebook síðiu skólans

Umsjónakennarar munu senda tölvupóst á foreldra með helstu upplýsingum varðandi skólabyrjunina. Upplýsingar er einnig að finna hér á heimasíðu skólans.

Hér í skólanum ríkir mikil tilhlökkun að fá okkar öflugu nemendur til starfa á ný.

Með óskum um farsælt og lærdómsríkt skólaár.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School