17. september 2020

Fyrirlesturinn '' Ná árangri í námi og lífi ''

Fyrirlesturinn '' Ná árangri í námi og lífi ''

Í gær miðvikudag kom Guðjón Ari Logason í  heimsókn í skólann og ræddi við nemendur í 8.-10.bekk um að “Ná árangri í námi og lífi”, sem vísar til titils bókar sem hann hefur samið. Hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum 2019 sem dúx skólans.

Hann ræddi við nemendur um þá þætti sem hjálpuðu honum að ná árangri í námi og á öðrum vettvangi, s.s. markmiðasetningu, sjálfstraust, hugarfar, þrautseigju, sjálfsást, álit annarra, heilbrigt líferni, beina námstækni og fleira.

Vonandi geta nemendur tekið með sér eitthvað af þeim atriðum sem hann ræddi um, inn í framtíðina.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School