4. desember 2020

Bókasafnið og börnin

Bókasafnið byrjaði á að vera með haustþema en þá fengu nemendur eitt stórt laufblað heim með sér á viku og forráðamenn kvittuðu undir eftir 15 mínútna heimalestur á dag. Síðan voru laufblöðin hengd upp á tré á ganginum framan við safnið.

Í nóvember var draugaþema, þá fengu nemendur einn draug fyrir hverja bók sem þeir lásu og settu á vegginn í stofunni sinni. Það er gaman að segja frá því að mikið lestrarstuð fór í gang og allir vildu vinna, lesa flestar bækur.  Þau vissu að sigurvegarar áttu von á súkkulaði með rjóma og piparkökum í verðlaun. Þau slógu öll met í lestrarstuði þessa dagana og 3.bekkur las...... 453 bækur !!!
Við vitum að bækur eru misþykkar en þau lásu og lásu og lásu og sá er tilgangurinn með lestrarátaki?
Eðlilega geta  þeir eldri lesið fleiri bækur en öll stóðu þau sig FRÁBÆRLEGA vel. Ákveðið var að að færa þeim öllum súkkulaði og piparkökur inn í stofu. Þvílík gleði þegar Svava og Ella birtust með súkkulaðivagninn, rjómann og kökurnar !!! Það þarf ekki alltaf að kosta mikið að gleðja?
Hver bekkur fékk síðan tvö ný spil til afnota í vetur inn í stofu og bekkir geta skiptst á spilum.

Nú er í gangi Jólabókalestur, hver bekkur á sitt blað á safni og fær stjörnu í hvert sinn sem nemandi skilar bók.
Þeim var sýnt hve margar stjörnur þau fengu fyrir síðustu jól, ári yngri, þau ákváðu hvað þau ætla að lesa margar bækur núna (einhver stakk upp á milljón), svo nú keppa þau við sig sjálf.

       

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School