9. október 2019

8. bekkjar verkefni Erasmus +

8. bekkur Stóru-Vogaskóla tekur þátt í Erasmus+ verkefni sem er samstarfsverkefni milli skóla í mismunandi löndum styrkt af Evrópusambandinu með fulltingi Rannís.

Verkefnið hófst strax í haust og stendur til ágústloka 2020. Munu nemendur taka á móti frönskum nemendum í mars á næsta ári og heimsækja þau til Frakklands í maí. Auk íslensku og frönsku nemendanna taka ítalskir nemendur einnig þátt.

Hluti af verkefninu er lestur bókarinnar Leiðin að miðju jarðar eftir Jules Verne sem nemendur 8. bekkjar fengu afhenta í byrjun september og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School