Aðalfundur foreldrafélags Stóru-Vogaskóla var haldinn mánudaginn 24. september kl 20:00 í Tjarnarsal
Fundurinn byrjaði á því að Dagmar Eiríksdóttir formaður bauð alla velkomna, sagði svo frá starfi og viðfangsefnum félagsins hún talaði um foreldrarölt, bekkjastarf, breytingar á lögum foreldrafélagsins og það sem foreldrafélagið var að gera undanfarið ár. Svo tók Inga Þóra ritari við og sagði frá námskeiði sem hún fór á fyrir hönd foreldrafélagsins í mars 2007 og haldið var í Tjarnarsal fyrir þá starfsmenn í sveitafélaginu sem starfa með börnum. Námskeiðið var á vegum félags fagfólks í frítímaþjónustu og fjallaði um bók sem heitir “Verndum Þau” sem er handbók fyrir starfsfólk sem vinnur á einhvern hátt með börnum, og fjallar um hvernig bregðast eigi við ef grunur leikur á að börn séu beitt ofbeldi eða vanrækslu.
Rakel Rut gjaldkeri kynnti reikninga félagsins. Sveinn Alfreðsson skólastjóri sagði frá sjálfum sér og sínum áherslum og minnti á kjörorð skólans Virðing, Vinátta, Velgengni. Hann sagði okkur frá fjöldasöngnum sem er alltaf á föstudagsmorgnum og virkar mjög vel, og loksins er kominn skólakór í Stóru-Vogaskóla. Stjórnandi er Helga Guðný. Það er líka nýjung hjá skólanum að spila góða tónlist á göngum skólans á morgnana til þess að það sé gott fyrir börnin að mæta í skólann. Snerta ehf sem er fyrirtæki í Vogunum gaf skólanum 14 ritþjálfa. Sveinn talaði líka um fjölgreinanámið en það er nám fyrir börn sem eru betri í verklegum greinum en bóklegum. Þetta er ný áhersla hjá skólanum fyrir unglinga sem er meira verklegt nám en bóklegt, hann talaði líka um að það þyrfti að bæta aðstöðuna í unglingadeildinni. Svo eru því miður nokkur börn í skólanum sem eru byrjuð að reykja. Sveinn talaði við þau um að fá hjálp til að hætta að reykja. Þau fara núna á hverjum þriðjudegi niður á lýðheilsustöð. Það er líka búið að koma á umbunakerfi í skólanum sem byggir á SMT kerfinu og það verður farið í umbunaferðir fyrir þá sem standa sig vel 4 sinnum í vetur. Svo er í vinnslu að setja upp einhverskonar athvarf fyrir börn í yngri bekkjum sem eiga í einhverjum hegðunarvandræðum. Sveinn ætlar að ræða við unglingana um hvernig þau hugsa sér framtíðina og hvað þau hafi hugsað sér að gera í því sambandi og gera einhverskonar skólasamning ef þau vilja. Fréttabréf skólans er komið út.
Helga tómstundafulltrúi kom og talað um hversvegna foreldraröltið er svona nauðsynlegt og hvernig hafi gengið síðasta eitt og hálft ár. Foreldrafélagið þarf að gera nýjan lista fyrir röltið. Inga Sigrún Atladóttir deildarstjóri verkefna segir frá Olweusar verkefninu Einelti á ekki að eiga sér stað.
Einróma samþykkt var fyrir því að foreldrafélagið innheimti félagsgjöld að upphæð 1000 krónur á hvert barn. Gíróseðlar verða sendir út á næstu dögum.
Ný stjórn foreldrafélagsins var kosin: Rakel Rut Valdimarsdóttir, Elín Óskarsdóttir, Valgerður Águstsdóttir ritari og Jóngeir Hlinason. Stjórnin