Lestrarstefna Stóru-Vogaskóla

 

Lestur – sameiginlegt verkefni heimilis og skóla

Lestur er grunnfærni sem allir þurfa að tileinka sér til þess að geta nýtt upplýsingar, aflað nýrrar þekkingar og notið þeirrar gleði að lesa sér til ánægju.

Yfirleitt gengur nemendum vel að tileinka sér lestur og flestir foreldrar eru vel færir um að styðja barnið við lestrarnámið.

 

Það er stefna Stóru–Vogaskóla að allir nemendur nái að lesa sér til gagns og gamans sem fyrst á lestrarferlinum. Til þess að svo megi verða þurfa allir kennarar skólans ásamt foreldrum að stilla saman strengi sína.

 

Í lestrarkennslunni er áhersla lögð á tæknilestur og þjálfunarlestur.

Tæknilestur fer fram í skólanum undir leiðsögn kennara. Í tæknilestri er unnið með lestrartækni og lestrarlag nemenda.

Þjálfunarlestur er hægt að nálgast á ólíkan hátt en með honum er áhersla lögð á að þjálfa nemendur í að lesa upphátt og í hljóði sér til gagns og gamans.

 

FORELDRAR:

Heimalestur er þjálfunarlestur, þar fer fram dagleg þjálfun í lestri þar sem nemandi les hæfilega þungan texta upphátt fyrir foreldra sína í a.m.k. 15 mínútur á dag. Foreldri fylgist með að rétt sé lesið, hvetur barnið, hrósar og kvittar fyrir lesturinn. Hér er fyrst og fremst verið að æfa það að lesa upphátt án hnökra.

 

 • Allir nemendur í 1 – 10 bekk lesa daglega (5 daga vikunnar).
 • Nemendur á yngsta stigi lesa daglega fyrir kennara /stuðningsfulltrúa, þeir nemendur sem eru undir viðmiði í lestri lesa fyrir kennara.
 • Lestrarmiði athugaður daglega í skóla og kvittað fyrir.
 • Ef nemandi hefur ekki lesið heima er skráð á heimalestrarmiðann „ólesið“
 • Umsjónarkennari hefur samband við foreldra ef lestri er ekki nægilega vel sinnt.
 • Umsjónarkennari gerir reglulega könnun hjá hverjum nemanda hve margar mínútur hann les að jafnaði heima.

 

Sýnishorn af heimalestramiða er aftast í þessu skjali.

 

Yndislestur er þjálfunarlestur þar sem nemandi les daglega í hljóði heima og í skólanum. Nemandi velur bók í samráði við kennara/foreldra og les sér til ánægju. Yndislestri er ætlað að auka orðaforða nemenda og víkka sjóndeildarhring þeirra. Á meðan nemandi hefur ekki náð tökum á lestri er mikilvægt að foreldrar lesi daglega fyrir hann, ræði efni og útskýri torskilin orð.

Faglestur – Allir nemendur þurfa að geta lesið fyrirmæli og námsbækur sér til gagns og skilnings. Það er hluti af lesskilningi að lesa fyrirmæli og þarf að æfa þennan þátt sérstaklega í tímum hjá öllum kennurum. Nemendur sem eiga í lestrarvanda þurfa að reiða sig á hljóðbækur og aðstoð foreldra.

Upplýsingalæsi – Þjálfun í að lesa töflur, gröf og skrár. Auglýsingar og annað efni sem ætlað er að hafa áhrif á okkur sem neytendur.

Upplestur – t.d. samverur, upplestrarkeppnir, félagalestur, lestur í nestistíma. Í upplestri er áhersla lögð á að nemendur lesi hátt og snjallt fyrir hver annan.

 

Lestraraðferðir og áherslur

Í upphafi lestrarkennslunnar er hljóðaaðferðin lögð til grundvallar. Unnið er með umskráningu (hljóðkerfisvitund), lesfimi, orðaforða og lesskilning. Í hverjum árgangi er unnið út frá getu og þörfum hvers barns.

Pals - pör að læra saman: lestrarþjálfunaraðferð sem notuð er frá og með 2. bekk. Nemendur fara á 2x6 vikna eða 2x4 vikna (fer eftir fjölda skipta á viku) námskeið á vetri undir stjórn umsjónarkennara. Kennarar vinna með forspá og endursögn frá og með 3. bekk.

Yndislestur: Nemendur og kennarar lesa einstaklingslega í bókasafnsbókum eða öðrum valbókum í 10-15 mínútur í senn í upphafi skóladags hjá umsjónarkennara a.m.k. 3var sinnum í viku í öllum árgöngum. Barn sem sér samnemendur, kennara og foreldra skemmta sér yfir bók, fær þau skilaboð að bækur séu skemmtilegar.

Upplestur: Nemendur fá tækifæri til að lesa eigin texta upphátt fyrir félagana. Þau hlusta á lestur framhaldssögu og vandaðan upplestur af diskum eða hljóðskrám.

Orð af orði: er hluti af lestrarstefnu skólans. Með þessari nálgun er leitast við að styrkja orðaforða og málskilning nemenda, þjálfa sundurgreiningu orða, vinna með texta og afla upplýsinga úr textum.

Orðaforði og málskilningur: Texti sem nemendum er ókunnugur er lesinn og orð og orðtök skýrð. Í tengslum við þessa vinnu má einnig þjálfa ritun nýrra orða.

Upplýsingalæsi: Gröf, töflur, dagskrár, auglýsingar, ferðaáætlanir o.s.frv.

Lestrarpróf: Hraðapróf eru lögð fyrir frá og með 1. bekk. Talin eru orð á mínútu. Skólinn notar matstækið Lesferill sem gefið er út af Menntamálastofnun. Lesferli er ætlað að meta grunnþætti læsis s.s. lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning. Lestrarprófin sem nýtt eru við lestrarprófun í skólanum eru stöðluð lesfimipróf, nefnuhraðapróf ásamt orðaforða- og orðleysuprófi.

 

 

 

Lestur og ritun: Tengsl lesturs og ritunar eru óumdeilanleg. Á yngsta stigi er notast við aðferðina u.þ.b. 4 orð á dag lesin (af foreldri/forráðamanni) og rituð heima í þar til gerða bók.

Flokkun lestrarefnis: Til hægðarauka fyrir kennara er námsefni flokkað miðað við námsár nemenda. Einnig eru sett fram lestrarviðmið hvers árgangs ásamt skimunum og úrræðum ef lestrarviðmið nást ekki og/eða nemandi nær meiri færni en lestrarviðmið gera ráð fyrir.

Framsögn/lestrarlag: Unnið jöfnum höndum yfir allt skólaárið. Notast við viðmið um lestrarlag frá Menntamálastofnun-skólagátt.

 

Tímasetning lestrarprófa og skimana, ásamt lestrarviðmiðum

 1. námsár

Lestrarbækur

Flokkur skv. MMS

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur í samráði við bókasafnsfræðing.

1.fl. Listin að lesa og skrifa ásamt viðbættum bókum í lestrarflokka.

·  Lestrarlandið

·  Við lesum A (til upprifjunar)

·  Verkefni skv. handbók Leið til læsis. Í tengslum við niðurstöður Lesferils.

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun

sept.

 

Stafakönnun (við upphaf formlegrar lestrarkennslu)*

Stafakönnun

Orðleysur

Lesfimipróf

Bókstafsheiti – hástafir, Bókstafsheiti og hljóð – lágstafir, Ritun bókstafstákna út frá hljóði þeirra.

Sjónrænn orðaforði

Hljóðgreining – bókstafir, hljóð og tenging.

Lesfimi -hraðlestrarpróf

október

lesskimun

Hljóðkerfisvitund, lesskilningur, orðaforði, umskráning

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

mars

Stafakönnun (við lok stafainnlagnar)*

Bókstafsheiti – hástafir, Bókstafsheiti og hljóð – lágstafir, Ritun bókstafstákna út frá hljóði þeirra.

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

Viðmið í lestri

1. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

3x

 

janúar

3x

23

vor

3x

55

*Sama könnun.


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Flokkur skv. MMS

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samvinnu við bókasafnsfræðing.

1-4. fl. o.s.fr.

Ásamt viðbættum bókum í lestrarflokka.

·  Alli Nalli

·  (Við lesum B)

·  Bras og þras á Bunulæk + vinnubækur

·  Stundaskrár

·  Matseðlar

 

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun

sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

október

Stafakönnun

Bókstafsheiti – hástafir, Bókstafsheiti og hljóð – lágstafir, Ritun bókstafstákna út frá hljóði þeirra.

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

Viðmið í lestri

2. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

3x

50

janúar

2x

70

vor

2x

85

 


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Flokkur skv. MMS

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samráði við bókasafnsfræðing.

1, 2, 3, 4, 5, o.s.frv.

Ásamt viðbættum bókum í lestrarflokka og á bókasafni.

·  Labbi pabbakútur

·  Einn í óbyggðum

·  (Lesum saman)

·  Iðnir krakkar

·  Ævintýri í Ingólfsfjalli-Sestu og lestu

·  Orðaforði

·  Lesskilningur

·  Æfingatöflur

·  Áætlanaferðir

·  Lestrarkassinn

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun

Sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

október

Lesskilningur

Orðarún 1

Janúar-feb.

Lesfimipróf

Logos

Lesfimi -hraðlestrarpróf

mars

 

Orðarún 2

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

Viðmið í lestri

3. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

2x

85

janúar

1x

80

vor

1x

100

 


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Flokkur skv. MMS

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samráði við bókasafnsfræðing og eftir áhugasviði nemenda.

Allir flokkar og bókasafnsbækur.

·  (Lesum meira saman)

·  Kóngar í ríki sínu

·  Danski draugurinn-Sestu og lestu

·  Hundakúnstir-Sestu og lestu

·  Didda og dauði kötturinn

·  Litla upplestrarkeppnin

·  Orðaforði

·  Lesskilningur

·  Súlurit

·  Lestrarkassinn

·  Forspá

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun

Sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

október

Lesskilningur

Orðarún 1

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

mars

 

Orðarún 2

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

Viðmið í lestri

4. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

2x

90

janúar

1x

100

vor

1x

120

 


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Flokkur skv. MMS

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samráði við bókasafnsfræðing og eftir áhugasviði nemenda.

Allir flokkar og bókasafnsbækur.

·  Litlu landnemarnir

·  Leitin að haferninum-Sestu og lestu

·  Sprelligosar

·  Benjamín dúfa

·  Orðspor 1

·  Orðaforði

·  Lesskilningur

·  Lestrarkassinn

·  Forspá

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun

Sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

október

Lesskilningur

Orðarún 1

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

mars

 

Orðarún 2

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

*Viðmið í lestri

5. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

1x

110

janúar

1x

130

vor

1x

140

*Ef nemandi er undir viðmiði les hann oftar og nýtir sér hljóðbækur.

 


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Bækur

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samráði við bókasafnsfræðing og eftir áhugasviði nemenda.

Bókasafnsbækur

·  Ævintýri Munchausen

·  Vélmennið í grasinu-Sestu og lestu

·  Orðspor 2

·  Samtímasögur

·  Orðaforði

·  Lesskilningur

·  Lestrarkassinn

·  Framsögn

·  Hraðlestrarnámskeið 8 vikur

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun

Sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

Okt-nóv

 

Orðarún 1

Logos

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

mars

 

Orðarún 2

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

*Viðmið í lestri

6. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

1x

130

janúar

1x

140

vor

1x

155

*Ef nemandi er undir viðmiði les hann oftar og nýtir sér hljóðbækur.

 


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Bækur

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samráði við bókasafnsfræðing og eftir áhugasviði nemenda.

Bókasafnsbækur

·  Vertu ósýnilegur

·  Orðspor 3

·  Fimbulvetur

·  Ljóð

·  Orðaforði

·  Lesskilningur

·  Stóra upplestrarkeppnin

·  Hraðlestrarnámskeið 8 vikur

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun

Sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

október

 

Orðarún 1

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

mars

 

Orðarún 2

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

*Viðmið í lestri

7. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

1x

145

janúar

1x

155

vor

1x

165

*Ef nemandi er undir viðmiði les hann oftar og nýtir sér hljóðbækur.

 


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Bækur

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samráði við kennara og bókasafnsfræðing og áhugasviði nemenda.

Bókasafnsbækur og smábækur MMS.

·  Gegnum holt og hæðir

·  Laxdæla

·  Tungutak 1 -  lestextar

·  Er ekki allt í lagi með þig?

·  Smásagnasmáræði

·  Ljóð

·  Orðaforði

·  Lesskilningur

·  Hraðlestrarnámskeið 8 vikur

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun

Sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

október

 

Orðarún 1

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

apríl-maí

 

Orðarún 2

Logos

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

*Viðmið í lestri

8. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

1x

155

janúar

1x

170

vor

1x

180

*Ef nemandi er undir viðmiði les hann oftar og nýtir sér hljóðbækur.

 


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Bækur

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samráði við kennara og bókasafnsfræðing og áhugasviði nemenda.

Bókasafnsbækur og smábækur MMS.

·  Tungutak 2 – lestextar

·  Djöflaeyjan

·  Mýrin

·  Hauslausi húsvörðurinn

·  Smásagnasmáræði

·  Ljóð

·  Orðaforði

·  Lesskilningur

·  Hraðlestrarnámskeið 8 vikur

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun/Próf

Sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

október

Lesskilningspróf

Lesskilningur – Skólavefurinn/Bleika bókin

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

mars

Lesskilningspróf

Lesskilningur – Skólavefurinn/Bleika bókin

Samræmt könnunarpróf

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

*Viðmið í lestri

9. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

1x

180

janúar

1x

180

vor

1x

180

*Ef nemandi er undir viðmiði les hann oftar og nýtir sér hljóðbækur.

 


 

 1. námsár

Lestrarbækur

Bækur

Grunnbækur

Annað læsi

Bókasafnsbækur valdar í samráði við kennara bókasafnsfræðing og áhugasviði nemenda.

Bókasafnsbækur og smábækur MMS.

·  Grettissaga

·  Tungutak 3 - lestextar

·  Englar alheimsins

·  Smásagnasmáræði

 

·  Ljóð

·  Orðaforði

·  Lesskilningur

·  Hraðlestrarnámskeið 8 vikur

 

Kannanir og skimanir

Fyrirlögn

Könnun

Skimun/Próf

Sept.

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

janúar

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

mars

Lesskilningspróf

Lesskilningur – Skólavefurinn/Bleika bókin

maí

Lesfimipróf

Lesfimi -hraðlestrarpróf

 

*Viðmið í lestri

10. bekkur

Hversu oft lesið heima

Orð á mínútu í aldurssvarandi texta

haust

1x

180

janúar

1x

180

vor

1x

180

*Ef nemandi er undir viðmiði les hann oftar og nýtir sér hljóðbækur.

 


 

Hvað ef nemandi nær ekki lestrarviðmiði?

Það er stefna Stóru-Vogaskóla að grípa til snemmtækrar íhlutunar hjá nemendum sem samkvæmt skimunum „Leið til læsis“, lenda í áhættuhópi 1, 2 eða 3. Gert er ráð fyrir að ákveðið hlutfall nemenda árgangs lendi í áhættuhópum. Reynslan sýnir nánast algjöra fylgni á milli þeirra barna sem greinast í áhættuhópum og þeirra sem ekki ná lestrarviðmiðum í upphafi skólagöngu.

 1. bekkur – Í upphafsskimun Lesferils er könnuð stafaþekking, hljóðkerfisvitund og málskilningsþættir. Bekkjarkennari fær niðurstöðurnar í hendur og vinnur út frá þeim með bekkinn í ólíkum hópum. Kannað er hvort þau börn sem þurfa talkennslu njóta hennar. Þau börn sem mælast í áhættuhóp 1 - 2 eru skoðuð sérstaklega og fá sérkennslu frá og með áramótum og fyrr ef brýn þörf er á.
 2. bekkur – Þeir nemendur sem mælast undir viðmiðum Lesferils fá aukna lestrarþjálfun og vinnu með hljóðkerfisvitund o.fl. hjá sérkennurum. Áhersla á samvinnu við heimili og umsjónarkennara.

3.-10. bekkur – Viðbótarþjálfun hjá sérkennurum hjá þeim nemendum sem ekki ná viðmiðum í lestri. Áhersla á samvinnu við heimilin og umsjónarkennara.

Allir nemendur í 3., 6. og  8. bekk fara í Logos-lesskimun á skólaárinu og nánari Logos greiningu ef þörf krefur. Mikilvægt er að nemendur í lestrarvanda læri að nýta sér hljóðbækur og allt tiltækt hjálparefni.

Nemendur í lestrarvanda þurfa meiri og markvissari lestrarþjálfun en aðrir. Nemandi sem er greindur með dyslexíu er ekki undanþeginn lestri. Hins vegar á hann rétt á að nýta sér hljóðbækur. Mikilvægt er að foreldrar þessara nemenda styðji á öflugan hátt við börnin með því að lesa fyrir þau texta og ræða við þau um inntak efnis.

 

Samvinna grunnskóla og leikskóla

Í nokkur ár hefur það tíðkast að skólahópur leikskólans heimsæki Stóru-Vogaskóla, skoði skólahúsnæðið og sitji tíma hjá 1. bekk í einn dag. Mikilvægt er að tryggja samstarf með fundum lestrarkennara og leikskólakennara. Að hóparnir ræði saman um starfshætti og vinnubrögð og hvernig þessar tvær stofnanir geta samhæft sig til að koma betur til móts við þarfir nemenda.

 

Heimalestur

?. bekkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn: ______________________


 

 


Dags.

Heiti bókar

Bls.

Hve oft lesið heima,

hver hlustar?

Í skóla,           hver hlustar?

24. – 28. ágúst

 

 

 

 

mánudagur

 

 

 

 

þriðjudagur

 

 

 

 

miðvikudagur

 

 

 

 

fimmtudagur

 

 

 

 

föstudagur

 

 

 

 

laugardagur

 

 

 

 

sunnudagur

 

 

 

 

31. ágú. – 4. sept.

 

 

 

 

mánudagur

 

 

 

 

þriðjudagur

 

 

 

 

miðvikudagur

 

 

 

 

fimmtudagur

 

 

 

 

föstudagur

 

 

 

 

laugardagur

 

 

 

 

sunnudagur

 

 

 

 

7. – 11. sept.

 

 

 

 

mánudagur

 

 

 

 

þriðjudagur

Dagur stærðfræðinnar

 

 

 

miðvikudagur

 

 

 

 

fimmtudagur

 

 

 

 

föstudagur

 

 

 

 

laugardagur

 

 

 

 

sunnudagur

 

 

 

 

Lesa upphátt 15 mínútur á dag að lágmarki 5x í viku

og kvitta fyrir lesturinn.

 

 

 

Til að auka orðaforða og rétta stafsetningu.  Þetta er gert að minnsta kosti einu sinni í viku eða oftar.

 • Sá sem hlustar á nemandann lesa velur orð úr textanum og segir orðið hátt og skýrt
 • Nemandinn skrifar orðið í fyrsta dálkinn og reynir að skrifa það rétt
 • Ef nemandinn skrifar orðið rangt þá skrifar sá sem hlustar orðið rétt í miðjudálkinn
 • Nemandinn skrifar orðið aftur í þriðja dálkinn og skrifar það rétt
 • Ef nemandinn skrifar orðið rétt í fyrsta dálkinn fær hann litla stjörnu eða plús í þriðja dálkinn og skrifar orðið ekki aftur
 • Ef orðið er framandi er tækifæri til að ræða um það og merkingu þess

Nemandinn

Sá sem hlustar

Nemandinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lestrarráðleggingar til foreldra

Ef barn er áhugasamt og gengur vel að lesa er staðan góð.

Ef barn er ekki áhugasamt má nota einhverjar af eftirfarandi aðferðum til hvatningar við lesturinn.

Áhugi foreldra skiptir öllu máli.

 • Lesa á fjölbreyttum stöðum (undir teppi með vasaljós, undir borði…..)
 • Lesa á sama tíma á sama stað (hentar sumum betur)
 • Línu/punkta lestur. Skiptast á niður blaðsíðuna lesa sitthvora línuna, sitt hvora blaðsíðuna og síðan lesa aftur, víxla þá.
 • Samlestur – barn hlustar eða les fyrst, síðan foreldri. Jafnvel að barn fylgist með og lesi ákveðin orð og foreldri ákveðin orð.
 • Lesa yfir kakóbolla, góðum kaffibolla.
 • Lesa fyrir tuskudýr,
  • lesa fyrir gæludýr
  • lesa fyrir afa og ömmu
  • lesa fyrir einhvern í gegnum skjá (skype, messenger o.frv).
  • taka upp lestur og sjá sig lesa, hlusta á sig, taka svo kannski upp aftur ef maður er ekki sáttur
 • Keppnislestur, taka tíma. Lesa í eina mínútu og merkja hversu langt barn kemst. Endurtaka og sjá hvort barnið lesi lengra í annað sinn. Endurtaka í þriðja sinn.
 • Vogar
 • Saft
 • Heimili og skóli
 • Barnaheill
 • Mentor
 • Twinning School