6. mars 2020

Tilkynning frá Sveitafélaginu Vogum vegna fyrirhugaðra verkfalla

Kæru foreldrar og forráðamenn.

 

Ég sendi ykkur hér með til upplýsinga áætlanir í sveitarfélaginu Vogum vegna fyrirhugaðs tveggja sólahringa verkfalls aðildarfélaga BSRB.

 

Vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars nk. ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma.

 

Mikilvægt er að allir hlutaðeigandi fylgist vel með fréttum af fyrirhuguðu verkfalli. Öll starfsemi sveitarfélagsins mun haldast óbreytt ef ekki verður af verkfalli.

Til að gæta fyllsta öryggis verður skólastarfi Stóru-Vogaskóla háttað þannig þessa daga ef til verkfalls kemur að:

  • Allir nemendur skólans mæta frá kl 8:00. Skólahaldi lýkur kl. 11:00 og fara þau því heim á þeim tíma.

Samræmt próf í 9. bekk er á áætlun 10. mars en ef það breytist látum við vita.

Hádegisverður verður ekki framreiddur þessa daga og frístund verður lokuð.

Bókleg kennsla verður í sundi og íþróttum þessa daga svo nemendur þurfa ekki að koma með íþrótta- eða sundföt. Kennt verður í skólanum.

Ekki mun verða hægt að tryggja að gangavarsla, húsumsjón, stuðningur við einstakra nemendur, eðlileg símsvörun og önnur aðstoð sem nemendur fá dagsdaglega geti verið veitt sökum fjarveru umræddra starfsmanna.

Bóksafnið verður lokað frá kl. 8 til kl. 13 á mánudeginum. Á þriðjudeginum verður lokað frá kl. 12:00 til kl. 14:30

Vinsamlegast notið Mentor til að tilkynna veikindi/leyfi, skrifstofan er ekki opinn.

Börnin ganga heim að loknum skóladegi nema foreldrar sæki þau á tilsettum tíma. Börnin á Vatnsleysuströnd verða að sjálfsögðu ekin heim í skólabílnum Kl 11:10.

 

 

Upplýsingar um áhrfi á aðrar stofnannir í vogum er inn á vogar.is

 

 

Með góðri kveðju

Hálfdan Þorsteinsson

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School