Á döfinni

1.3.2013 18:07:00

Tvenn verđlaun á lokahátíđ Stóru upplestrarkeppninnar í Garđi

Lokahátíđ Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Garđi fimmtudaginn 28.febrúar. Á hátíđinni komu fram tólf nemendur úr 7. bekk Gerđaskóla, Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla. Markmiđ keppninnar er ađ vekja athygli og áhuga barna og unglinga á vönduđum upplestri og framburđi.
 
Skáld hátíđarinnar í ár voru Friđrik Erlingsson en ţátttakendur lásu kafla úr bók hans Benjamín dúfu og Ţóra Jónsdóttir en ţau lásu ljóđ eftir hana.
Allir ţátttakendur eiga heiđur skilinn fyrir góđan og vandađan flutning. Í dómnefnd hátíđarinnar sátu fulltrúar Radda, samtaka um vandađan upplestur og framsögn, auk fulltrúa frá sveitarfélögunum sem stóđu ađ keppninni.
 
Fulltrúar Stóru-Vogaskóla voru Líney Helgadóttir, Gunnlaugur Atli Kristinsson, Helena Gísladóttir og Sindri Friđriksson. Ţau stóđu sig öll međ mikilli prýđi en formlegur undirbúningur fyrir keppnina hófst 16.nóvember s.l. á degi íslenskrar tungu. Síđan ţá hafa nemendur í 7.bekk ćft upplestur í skólanum, heima og í Álfagerđi. Ţangađ hafa ţau fariđ um ţađ bil einu sinni í viku í vetur og lesiđ fyrir eldri borgara, ţeim til ánćgju og nemendum til gagns ţví ţau fengu oft ágćtis ábendingar ţar. Okkar hópur kom heim međ tvenn verđlaun, Líney Helgadóttir lenti í öđru sćti og Gunnlaugur Atli Kristinsson fékk sérstök verđlaun fyrir vandađan og góđan ljóđalestur.
Hver skóli kemur međ sitt tónlistaratriđi og ađ ţessu sinni spilađi Fanney Björg Magnúsdóttir á píanó verkiđ Fyrir Elísu.
Nćsta miđvikudag munu ţau fara í Álfagerđi og lesa og spila fyrir gesti ţar.

Til baka


« janúar 2019 »
M Ţ M F F L S
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31