Á döfinni

3.3.2010 12:57:17

Stoppleikhópurinn međ sýningu í Stóru-Vogaskóla

Miđvikudaginn 3. mars fengu nemendur miđ- og efstastigs í Stóru-Vogaskóla góđa gesti í heimsókn. Ţá sýndi Stoppleikhópurinn tvö leikrit í Tjarnarsal, ţ.e. Bólu-Hjálmar og Hans klaufa. Var gerđur rómur ađ leiksýningunni og í stuttu spjalli viđ nokkra í leikhópnum kom fram mikil ánćgja ţeirra viđ undirtektum nemendanna. Sjá myndasíđu.
 
Á heimasíđu leikhópsins er m.a. ađ finna eftirfarandi upplýsingar um ţessi tvö leikrit sem og önnur verk sem hópurinn vinnur međ. Leikhópurinn hefur starfađ í um 15 ár og hefur fariđ um allt land og sýnt í mjög mörgum skólum.
 
Bólu-Hjálmar
 
Höfundar verks og tónlistar: Ármann Guđmundsson, Snćbjörn Ragnarsson, Sćvar Sigurgeirsson
og Ţorgeir Tryggvason.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
Leikmynd og búningar: Guđrún Öyahals.
Leikarar: Eggert Kaaber, Magnús Guđmundsson og Margrét Sverrisdóttir.
Hjálmar Jónsson var kotbóndi á Norđurlandi á fyrri hluta nítjándu aldar. Fátćkur og smáđur ţurfti hann ađ ţola yfirgang betur settra
bćnda, fyrirlitningu sveitunga sinna og linnulitlar dylgjur um óheiđarleika og ţjófnađ. Enda bjó hann yfir vopni sem allir óttuđust.
Leikverk fyrir ungt fólk um ógnir óréttlćtisins, afl orđsins og töframátt skáldskaparins.
 
Hans klaufi

Ţetta uppbyggjandi ćvintýri fjallar um Hans Klaufa og brćđur hans en ţeir eru á leiđ til konungshallarinnar ađ biđja kóngsdóttur. Hún hefur nefnilega látiđ ţau bođ út ganga ađ sá sem kemur bestu orđi fyrir sig hlýtur hana fyrir konu og síđast en ekki síst allt konungsdćmiđ. Ţegar Hans Klaufi fréttir ţetta ćtlar hann sko ekki ađ missa af neinu. Hann ćtlar líka til konungshallarinnar ađ biđja kóngsdóttur.

Sýning Stoppleikhópsins: "Bólu-Hjálmar" var valinn Barna og unglingasýning ársins 2009 á Grímuverđlaunahátíđinni sem haldinn var 16 júní síđastliđinn í Borgarleikhúsinu.
 

Til baka


« janúar 2019 »
M Ţ M F F L S
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31