Á döfinni

18.1.2011 09:40:21

Sameiginleg ábyrgđ skóla og heimilis - niđurstöđur könnunar

Foreldrar og skóli bera sameiginlega ábyrgđ á ađ nemendur fái eins góđa skólagöngu og mögulegt er. Ef samstarf á milli skóla og heimilis er ekki vel virkt, er ekki mögulegt ađ skapa nauđsynlegar forsendur fyrir ađ einstakir nemendur geti ţróađ sína hćfileika til fullnustu. Samt er ţađ ţannig ađ skóli og heimili bera ekki sömu ábyrgđ á öllum atriđum skólastarfsins. Ţađ eru ákveđin atriđi sem foreldrar bera höfuđábyrgđ á og önnur atriđi sem skólinn ber höfuđábyrgđ á.
 
Á haustdögum sendum viđ póst til  foreldra og starfsmanna skólans. Ţar var spurt annars vegar um ábyrgđ foreldra og hins vegar um ábyrgđ skólans á ađ nemendur fái eins góđa skólagöngu og mögulegt er.
Foreldrar og starfsmenn komu síđan međ svör sín á foreldradegi og settu í ţar tilgerđan kassa. Svör sem komu voru mjög góđ en svarhlutfall hefđi mátt vera meira. Hafa  svörin nú veriđ tekin saman og birtast í viđhengjum sem fylgja hér.  Í haust munum viđ endurtaka ţessa könnun.
 
Ţađ er von okkar ađ ţessi samantekt hjálpi okkur öllum til ađ standa vaktina og vera vakandi yfir ţeirri ábyrgđ sem viđ höfum tekiđ ađ okkur, annars vegar sem foreldrar og hins vegar sem starfsmenn skólans.
 
 
                                            Bestu kveđjur, 
                                            Svava og Jón Ingi
                                            skólastjórnendur Stóru-Vogaskóla

Svör foreldra

Svör starfsmanna Stóru-Vogaskóla

Til baka


« desember 2018 »
M Ţ M F F L S
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31