Á döfinni

7.5.2010 09:00:06

Námsmat viđ skólalok í Stóru-Vogaskóla

 
Nú líđur ađ lokum ţessa skólaárs og vilja ţví skólastjórnendur nota tćkifćriđ til ađ upplýsa foreldra og forráđamenn um ţađ hvernig viđ metum ţađ starf sem nemendur hafa unniđ í vetur.
Tilgangur námsmats er ađ kanna ađ hve miklu leyti nemandi hefur tileinkađ sér markmiđ ađalnámskrár (skólanámskrár) í viđkomandi grein. Námsmat getur fariđ fram međ mismunandi hćtti eftir ákvörđun skóla. Umfang ţess skal ţó ađ jafnađi vera í samrćmi viđ umfang kennslu í viđkomandi grein. Kennarar bera ábyrgđ á námsmati og ţeir meta úrlausnir nemenda.
Námsmat á ađ vera ţađ fjölbreytt ađ sterkustu hliđar hvers nemanda fái ađ njóta sín. Mestu máli skiptir ađ nemendur viti fyrirfram hvađa ţćttir verđa metnir og til hvers er ćtlast af ţeim. Einnig skiptir miklu máli ađ matiđ sé réttmćtt, ţ.e. ađ samrćmi sé á milli ţeirra ţátta sem metnir eru og ţess sem kennt hefur veriđ. Mat á ađ endurspegla skólastarfiđ hverju sinni og vera í samrćmi viđ skólanámskrána og ađalnámskrá grunnskóla.
Til ađ ná markmiđum námsmatsins er mikilvćgt ađ hafa sem fjölbreyttastar ađferđir til ađ meta árangur nemenda. Skólaárinu er skipt í tvćr annir og lýkur hvorri ţeirra međ heildarniđurstöđum námsmats. Heildarniđurstađan getur veriđ byggđ upp međ eftirfarandi leiđum og ţá í ţeim hlutföllum sem viđ á hverju sinni:
  • Símat. Samkvćmt grunnskólalögum á námsmat ekki einungis ađ fara fram í lok námstímans heldur er símat einn af föstum ţáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu. Símat er m.a. mat á verkefnaskilum á önninni (skólaverkefni, kaflapróf, heimaverkefni, hópverkefni, einstaklingsverkefni), mat á fćrni, virkni og vinnubrögđum nemandans.
  • Stöđupróf er hluti af símati og er í sumum tilfellum lagt fyrir til ađ fá upplýsingar um hvernig best er ađ haga kennslunni. Stöđupróf er t.d. hrađapróf í lestri og skimanir.
  • Sjálfsmat nemenda er hluti af símati og er mat nemenda á eigin frammistöđu og líđan.
 
Ţađ er ţví mikilvćgt ađ hafa ţessi atriđi í huga ţegar vitnisburđarbćkur nemenda eru skođađar.
Hér viđ Stóru-Vogaskóla leggjum viđ sérstaka áherslu á símat og ţess vegna eru ekki sérstakir prófdagar á miđjum vetri og á vorin.
 
Skólastjórnendur.
 

Til baka


« janúar 2019 »
M Ţ M F F L S
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31