Á döfinni

17.11.2015 12:26:11

Lestrarhátíđ í Stóru-Vogaskóla

Á degi íslenskrar tungu, 16.nóvember, blés Foreldrarafélag og starfsmenn Stóru-Vogaskóla til lestrarhátíđar.

Tilgangurinn var fyrst og fremst sá ađ kynna nýja lestrarstefnu skólans sem var unnin af kennurum síđasta skólaár. Okkur fannst vel viđ hćfi ađ fá upplestur frá nokkrum nemendum skólans bćđi ungum og ţeim eldri. Nemendur úr 2.bekk, Emilía Rós og Heiđar Sćr, lásu stuttan texta úr lestrarbókum sínum,  nemandi úr 4.bekk, Jenetta, las ljóđ, nemendur úr 5.bekk, Ívan Andri og Kjartan, lásu stuttar ţjóđsögur og 8.bekkingarnir, Guđbjörg og Sigurbjörg, lásu frćđilegan texta úr stćrđfrćđibókinni og náttúrufrćđibókinni. Ţá kom til okkar Sólveig Karlsdóttir frá Heimili og skóla og flutti fyrirlesturinn Saman náum viđ árangri. Á öllum góđum hátíđum er tónlistarflutningur og svo var líka á lestrarhátíđinni. Nemendur í 3. og 9.bekk sungu skólasönginn, 1.bekkingar sungu Stafrófslagiđ, međ táknmáli og 10.bekkur söng Ţađ er gott ađ lesa. Undirspil önnuđust Kaleb nemandi í 10.bekk og Ţorvaldur Örn kennari. Ađ lokum fóru foreldrar í ţá tíma sem börnin ţeirra voru í og ţar unnu ţau verkefni saman tengd lestri. Sem dćmi má nefna ađ í sundtíma var kennarinn búinn ađ koma plöstuđum spjöldum fyrir á botninum og áttu nemendur ađ kafa eftir spjöldunum og lesa upphátt fyrir hina.

Dagskráin var metnađarfull og skemmtileg. Nemendur komu ađ undirbúningi hátíđarinnar á margvíslegan hátt m.a. međ auglýsingagerđ. Nemendur í 8. bekk hönnuđu auglýsingu sem nemendur í 6.bekk báru út í öll hús í Vogunum. Ţá léku nemendur í 7.bekk auglýsingu sem var birt á Facebooksíđum skólans, bekkja og bćjarsíđunni. Skólinn sendi auglýsingu til foreldra í gegnum Mentor og stórum auglýsingum var dreift um bćinn. Nemendur settu einnig bćkling og bókamerki um ţjóđarsáttmálann um lćsi í umslag sl.fimmtudag, merktu ţađ foreldrum sínum og afhentu ţegar ţau komu heim, auglýsing var sett á heimasíđu skólans og í gćrkvöld fengu allir foreldrar sms – skilabođ, ţar sem minnt var á lestrarhátíđina. Lagt var upp međ ađ allir nemendur skólans kćmu á einhvern hátt ađ undirbúningi og framkvćmd hátíđarinnar. Ţađ var ţví mikil eftirvćnting hjá hópnum í morgun en árangur erfiđisins lét ekki á sér standa. Ţađ mćttu um 70 foreldrar og var ţađ samróma álit allra ađ sérlega vel hefđi til tekist.

Í haust undirrituđu menntamálaráđherra, sveitarstjórar landsins og fulltrúar frá Heimili og skóla Ţjóđarsáttmála um lćsi. Sá sáttmáli gengur í stuttu máli út á ţađ ađ ráđuneytiđ, sveitarfélögin, skólarnir og foreldrar taki höndum saman um ađ efla lćsi barna á Íslandi. Viđ munum ekki láta okkar eftir liggja og göngum jákvćđ og full eftirvćtningar til verks.

 

Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla

Sólveig Karlsdóttir frá Heimili og skóla hélt fyrirlesturinn Saman náum viđ árangri.

Halla Jóna Guđmundsdóttir og  Halldóra Magnúsdóttir kennarar ásamt Jenettu Líf í 4. bekk sem las nokkrar línur.

Foreldrar međ börnum sínum inní stofu ađ skođa verkefnavinnu ţeirra.

Til baka


« október 2018 »
M Ţ M F F L S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31