Á döfinni

5.2.2015 12:52:35

LEGO

Stóru-Vogaskóli í FIRST LEGO League í Háskólabíói

 

Síđasta dag janúarmánađar fór 7.b. í Stóru-Vogaskóla í FIRST LEGO League keppnina (FLL) í Háskólabíói. Ţema keppninnar í ár var World Class eđa Skóli framtíđarinnar. Markmiđ keppninnar er ađ vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tćkni, sem og ađ efla sjálfstraust, leiđtogahćfni og lífsleikni.

Liđ Stóru-Vogaskóla var skipađ 9 keppendum, 8 stelpum og einum strák, auk liđstjóra sem var kennari.

 

Í október fékk liđiđ sem hét BUBBI BYGGIR send gögn sem unniđ var međ fram ađ keppnisdegi, LEGO-ţrautabraut. Ţar međ gat forritun á LEGO-vélmenni hafist.

 

Keppnin fólst í eftirfarandi ţáttum:

  1. Hönnun og forritun á vélmenni úr tölvustýrđu LEGO til ađ leysa ţrautir í ţrautabraut sem byggir á ţema keppninnar

  2. ađ kynna rannsóknir sínar og lausnir

  3. ađ skrá skrá niđur ferli verkefnisins og kynna ţađ

  4. ađ ćfa skemmtiatriđi og sýna

 

Nemendur lćra ađ beita stćrđfrćđi og vísindum til ađ leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguđ vinnubrögđ viđ öflun heimilda, úrvinnslu gagna og skýrslugerđ. Einnig lćra nemendur ađ vinna sem liđsheild og ađ kynna verkefni frammi fyrir áheyrendum. Ekki má gleyma ţví ađ félagsskapurinn og skemmtunin sem felst í ţví ađ leysa verkefni í hóp, er veganesti fyrir lífiđ.

 
  • Takmark keppninnar er ađ skapa heim ţar sem vísindi og tćkni eru í hávegum höfđ og ţar sem ungt fólk lćtur sig dreyma um ađ skara fram úr á ţeim sviđum.

 
  • Tilgangur keppninnar er ađ hvetja til ţátttöku á sviđi tćkni og vísinda, örva nýsköpun og byggja upp lífsleiknihćfileika eins og sjálfstraust, samskiptahćfni og forystuhćfileika.

 
  • Viđhorf keppninnar er ađ upphefja árangur, ađ allir séu sigurvegarar. Allir mótast af ţeirri reynslu sem undirbúningur og keppni fćrđi ţeim.

 
  • Hugmyndafrćđi keppninnar er ađ nemendur lćri ađ vinna saman og taki ţátt í nýsköpun og framleiđslu á einhvers konar tćki sem leysi ţarfir sem eru samfélaginu nauđsynlegar.

 

LEGO-keppnin hefur náđ til fleiri en 100.000 barna í 45 löndum víđa um heim. Á Íslandi hefur keppnin veriđ haldin af Háskóla Íslands síđan áriđ 2005.

 

Liđ grunnskólans á Reyđarfirđi vann keppnina í ár og ávann sér rétt til ţátttöku í heimsmeistaramóti FIRST LEGO League í St. Louis í Bandaríkjunum í apríl í vor. Liđ Stóru-Vogaskóla stóđ sig vel og var skólanum til sóma. Í lok keppnisdags var rćtt um hvađa ţćtti ţyrfti ađ bćta fyrir keppnina ađ ári.

Hillmar Egill Sveinbjörnsson

umsjónarkennari 7. bekkjar

 

Til baka


« janúar 2019 »
M Ţ M F F L S
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31