Á döfinni

10.12.2013 17:27:54

Hafiđ bláa hafiđ

Samstarfsverkefni
Föstudaginn 13. desember nk. opna nemendur úr 1. bekk Stóru-Vogaskóla og börn af Stađarborg elstu deild leikskólans Suđurvalla sýninguna Hafiđ bláa hafiđ kl. 10:00 í Hlöđunni viđ Egilsgötu 8 í Vogunum.
 
Sýningin verđur einnig opin laugardaginn 14. desember frá kl. 14:00-17:00 og eftir samkomulagi dagana 15.-18. desember.
Allir hjartanlega velkomnir.
 
Hafiđ bláa hafiđ er samstarfsverkefni Stóru-Vogaskóla og leikskólans Suđurvalla í Vogum en í nóvembermánuđi síđastliđnum komu börn úr 1. bekk í Stóru- Vogaskóla og börn af Stađarborg elstu deild leikskólans Suđurvalla saman í hópum og unnu hliđ viđ hliđ ađ bátasmíđi. Rćtt var viđ börnin um fiskveiđar viđ ströndina í Vogunum og á Vatnsleysuströndinni og ţeim sýndar myndir af bátum fyrr á tímum. Ţau sáu einnig myndir af ýmsum farkostum á hafi viđ strendur Íslands og rćtt var um hlutverk hvers og eins (skútur, trillur, skuttogarar, farţegaferjur, flutningaskip, hvalveiđiskip, varđskip o.s.frv.).
Eftir umrćđur var hafist handa viđ smíđi á litlum báti og voru útgáfurnar eins margar og börnin sem tóku ţátt.
Nú ţegar bátasmíđinni er lokiđ bjóđa ţátttakendur og ađstandendur til sýningar á bátunum í Hlöđunni sem stađsett er viđ Egilsgötu 8 í Vogunum. 
Allir ţeir sem tóku ţátt í verkefninu og forstöđumenn stofnananna munu hittast föstudaginn 13. des kl: 10:00 og opna sýninguna. 
Bođiđ verđur upp á veitingar fyrir gesti, ţátttakendur og ađstandendur ţeirra.
Einnig verđur opiđ laugardaginn 14. des frá kl: 14:00 – 17:00. 
Ađ endingu munu bátarnir síđan rata aftur í hendur ţeirra sem smíđuđu ţá og munu vonandi vekja góđar minningar um ţćr stundir sem viđ vörđum saman viđ gerđ ţeirra. 
Verkefniđ var unniđ međ ţađ í huga ađ styrkja sambandiđ milli grunn- og leikskóla í Vogunum og er styrkt af Menningarsjóđi Sambands Sveitarfélaga á Suđurnesjum.
Nánari upplýsingar um sýninguna og opnunartíma Hlöđunnar veita ţćr
Valgerđur Guđlaugsdóttir í síma 694 6922 valgerdur@vogar.is
og Marta Guđrún Jóhannesdóttir í síma 867 5986   martajoh@gmail.com

Til baka


« október 2018 »
M Ţ M F F L S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31